
Þráðlausar staðarnetstengingar
Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa til netaðgangsstað fyrir þráðlaust
staðarnet. Notaðu aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar við internetið.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því að
nota netaðgangsstað. Þráðlausa staðarnetstengin er rofin þegar þú lokar
gagnatengingunni.
Tengimöguleikar 81

Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða pakkagagnatenging
er virk. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu,
en nokkur forrit geta hins vegar notað sama aðgangsstaðinn.
Hægt er að nota þráðlausa staðarnetstengingu þrátt fyrir að tækið sé í ótengdu sniði
(ef það er í boði). Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á
og notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending: Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir tækið þitt skaltu opna númeravalið
og slá inn *#62209526#.