
SIM-korti og rafhlöðum komið fyrir
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í
þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun
micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á
minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
SIM-korti hefur ef til vill þegar verið komið fyrir í símanum. Ef ekki skaltu gera
eftirfarandi:
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.
3 Ýttu á SIM-kortsfestinguna til að taka hana úr lás.
Tækið tekið í notkun
7

4 Taktu SIM-kortsfestinguna upp.
5 Gakktu úr skugga um að snertiflötur SIM-kortsins snúi að símanum og renndu SIM-
kortinu í SIM-kortahölduna.
6 Settu SIM-kortsfestinguna á sinn stað. Renndu SIM-kortsfestinguna til svo að hún
læsist.
7 Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í.
8
Tækið tekið í notkun

8 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efri lásunum að raufunum og ýta
svo niður þar til hún smellur á sinn stað.
Ef SIM-kortið er ekki tryggilega á sínum stað er aðeins hægt að nota ótengda sniðið.