Nokia C5 06 - Stillingar margmiðlunarskilaboða

background image

Stillingar margmiðlunarskilaboða

Veldu

Valmynd

>

Skilaboð

og

Valkostir

>

Stillingar

>

Margmiðlunarskilaboð

.

Veldu úr eftirfarandi:

Stærð myndar — Tilgreina skal stærð myndar í margmiðlunarskilaboðum.

44 Skilaboð

background image

MMS-gerð — Ef þú velur

Með viðvörunum

lætur tækið þig vita ef þú reynir að senda

skilaboð sem ekki er víst að móttökutæki styðji. Ef þú velur

Takmörkuð

kemur tækið

veg fyrir að þú sendir óstudd skilaboð. Til að geta sett efni inn í skilaboð án tilkynninga

velurðu

Laust

.

Aðgangsstaður í notkun — Veldu hvaða aðgangsstaður er notaður sem ákjósanleg

tenging.

Móttaka margmiðlunar — Veldu hvernig þú vilt taka á móti skilaboðum, ef sú

þjónusta er í boði. Til að taka sjálfkrafa á móti skilaboðum í heimasímkerfinu skaltu

velja

Sjálfv. í heimakerfi

. Utan heimasímkerfisins mun tilkynning berast um að það

séu ósótt skilaboð í skilaboðamiðstöðinni. Ef þú velur

Alltaf sjálfvirk

mun tækið

sjálfkrafa koma á virkri pakkagagnatengingu til að sækja skilaboðin bæði innan og utan

heimasímkerfisins. Veldu

Handvirkt val

til að sækja margmiðlunarskilaboð alltaf

handvirkt eða

Óvirk

til að loka fyrir móttöku margmiðlunarskilaboða. Ekki er víst að

sjálfvirk móttaka sé í boði á öllum svæðum.

Leyfa nafnlaus skilaboð — Hafna skilaboðum frá nafnlausum sendendum.

Fá auglýsingar — Taka á móti auglýsingum í formi margmiðlunarskilaboða

(sérþjónusta).

Fá tilkynningar — Sýna stöðu sendra skilaboða í notkunarskrá (sérþjónusta).

Neita sendingu tilk. — Loka fyrir að tækið sendi skilatilkynningar fyrir móttekin

skilaboð.

Gildistími skilaboða — Veldu hve lengi skilaboðamiðstöðin á að reyna að senda

skilaboð frá þér ef fyrsta sending þeirra mistekst (sérþjónusta). Ef ekki er hægt að senda

skilaboðin innan tímafrestsins er skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.
Símkerfisstuðningur þarf að vera fyrir hendi til að hægt sé að fá staðfestingu á því hvort

send skilaboð hafa verið móttekin eða lesin. Allt eftir símkerfinu og öðrum aðstæðum

hverju sinni getur verið að þessar upplýsingar séu ekki alltaf áreiðanlegar.