
Aðalskjár Skilaboða
Veldu
Valmynd
>
Skilaboð
(sérþjónusta).
Búa til skilaboð
Veldu
Ný skilaboð
.
Ábending: Til að komast hjá því að endurrita skilaboð sem oft eru send skaltu nota
textana í möppunni Sniðmát í Möppurnar mínar. Einnig geturðu búið til og vistað þín
eigin sniðmát.
Skilaboð inniheldur eftirfarandi möppur:
Innhólf — Móttekin skilaboð önnur en tölvupóstur og skilaboð frá endurvarpa.
Mínar möppur — Raðaðu skilaboðum í möppur.
Pósthólf — Hægt er að tengjast við ytra pósthólf til að sækja nýjan tölvupóst og
skoða eldri tölvupóst án tengingar.
Drög — Drög að ósendum skilaboðum.
Sendir hlutir — Síðustu skilaboðin sem voru send, fyrir utan þau sem voru send
um Bluetooth, eru vistuð hér. Þú getur tilgreint fjölda skilaboða sem hægt er að vista í
þessari möppu.
Úthólf — Skilaboð sem bíða þess að verða send eru vistuð tímabundið í úthólfinu,
t.d. þegar tækið er utan þjónustusvæðis.
Skilatilkynningar — Biðja símkerfið um að senda skilatilkynningar fyrir send texta-
og margmiðlunarskilaboð (sérþjónusta).