
Afritun myndskeiða milli símans og tölvu
Hefurðu tekið upp myndskeið með símanum sem þú vilt horfa á í tölvu? Eða viltu afrita
myndskeiðin úr símanum yfir í tölvu? Notaðu samhæfa USB-gagnasnúru til að afrita
myndskeið milli símans og tölvu.
1 Notaðu samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja símann við tölvu.
Ef þú afritar á milli minniskorts í símanum og tölvu skaltu ganga úr skugga um að
minniskortið sé í símanum.
2 Opnaðu Nokia Ovi Suite í tölvunni og fylgdu leiðbeiningunum sem birtast.