
Um staðsetningaraðferðir
Kortaforritið sýnir hvar þú ert staddur á kortinu með GPS, A-GPS, þráðlausu staðarneti
eða staðsetningu byggðri á dreifikerfi (auðkenni endurvarpa).
GPS (Global Positioning System) er leiðsögukerfi sem byggir á móttöku
staðsetningarupplýsinga frá gervitunglum til að reikna út staðsetningu þína. A-GPS
(Assisted GPS) er sérþjónusta sem sendir þér GPS-gögn, sem eykur hraða og nákvæmni
staðsetningarinnar.
Staðsetning með þráðlausu staðarneti (WLAN) eykur nákvæmni staðsetningar þegar
GPS-merki nást ekki, sérstaklega ef þú ert innandyra eða milli hárra bygginga.
Kort 71

Með staðsetningu byggðri á dreifikerfi (auðkenni endurvarpa) er staðan ákvörðuð
gegnum loftnetskerfið sem tækið er tengt við.
Viljirðu komast hjá því að greiða fyrir netþjónustu geturðu stillt tækið þannig að A-GPS,
þráðlaust staðarnet og staðsetning um dreifikerfi (auðkenni endurvarpa) verði óvirk,
en þá getur tekið mun lengri tíma en ella að reikna út staðsetninguna. Nánari
upplýsingar um staðsetningarstillingar er að finna í notendahandbók tækisins.
Framboð og gæði GPS-merkja kann að verða fyrir áhrifum af staðsetningu þinni,
staðsetningu gervihnatta, byggingum, náttúrulegum hindrunum, veðurskilyrðum og
breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn. Ekki er víst að GPS-
merki náist inni í byggingum eða neðanjarðar.
Ekki skal nota GPS við nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn frá GPS og farsímakerfum.
Það fer eftir GPS-tengingunni og gæðum hennar hve nákvæmur áfangamælirinn er.
Til athugunar: Verið getur að hömlur séu á notkun þráðlausra staðarneta í sumum
löndum. Í Frakklandi er til dæmis aðeins heimilt að nota þráðlaust staðarnet innanhúss.
Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.
Nákvæmni staðarákvörðunar getur verið allt frá nokkrum metrum og upp í nokkra
kílómetra, allt eftir því hvaða aðferð er notuð.